Glitnir

Það er óhugnarlegt, ógnvekjandi, en um leið vorkunnsemi og undur á mannlegu eðli,sem koma uppí hugann þegar maður les um hvað var að gerast í Glitni. Jón Kalman Stefánsson segir í bók sinni "Harmur Englanna", að það er tvennt sem frá djöflinum er komið; skafrenningur á fjöllum og peningar. Ég er sammála, peningar geta gert ágætustu menn og konur að samviskulausum og siðlausum fíklum, sem algerlega missa sýn á réttu og röngu. Fíklar svífast einskis, ef þeir hafa þróað fíknina mikið og hratt, og öll hugsun um samkennd, samvinnu og heiðarleika, víkur fyrir eigingirni, grimmd og svindli.
Það er mjög gott fyrir okkur að hér eru menn teknir í yfirheyrslur, á að mér sýnist mög fagmannlegan hátt og þeim er beinlýnis sýnt hvað þeir hafa gert, og þjóðinni er sýnt hvað manneskjur geta gert, í fíkn og afneitun.
Peningar eru ávísun á verðmæti, veraldleg og við þurfum á þeim að halda til að lifa af, en mestu verðmætin eru í okkur sjálfum og þar eru peningar engin ávísun, heldur gjörðir okkar, kærleikur og samkennd. Mér finnst Ísland mjög sérstakt, yfir því hvílir vá,en það er eins og að lifa við hætturnar geri okkur mjög sérstök, auðmjúk og hlý, hörð og dugleg og áberandi á óáberandi hátt. við greiðum skuldir okkar núna og okkur líður betur á eftir og við föttum lífið, og hinn Íslenski húmor er engum líkur, hlaðinn virðingu fyrir hættunum í náttúrunni og í okkur sjálfum.

Hvíum hvíum hvað er að,
hvenær kemur Pétur að,
er hann með eða ekki með,
annað eða bæði skrúfublöðin á eða ekki á.
(höf.ók.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband