Kraftur í snjómokstri

Jón Halldór Jónasson upplýsingafulltrúi hjá framkvæmda og eignasviði Rv.b. segir mikinn kraft vera í snjóruðningi og má það rétt vera, að minnsta kosti gengur vel að ryðja göturnar, sem er auðvitað gott fyrir þá sem eru akandi. Hitt er annað mál, að að það er lítið minnst á ruðnig gangstétta. Það er nefnilega smá vandamál, því snjóruðningstækin ryðja snjónum beint uppá á gangstéttarnar, og það er hending að maður rambi á rudda gangstétt, þannig að það er nokkuð erfitt að komast leiðar sinnar á fjölförnustu leiðum, skaflar gangstéttanna hækka um leið og götur eru ruddar. Ég skora á snjóruðningsmenn að geiða gangandi fólki leið, það getur verið hættuspil að fara fótgangandi, því maður freystast til að ganga eftir götununum þar sem manni er ekki ætlað að vera venjulega, vegna þess að það er veruleg hætta á að verða fyrir bíl og slasast.

Vísa:

Trukkurinn ryður snjó af götunni uppá gangstéttar,

greiðir leið og heftir för

rennifæri og ógöngur verða til samtímis

vélin spúir risastórum hvítflybbum misskiptingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband