Góð frétt fyrir andlega veikt fólk

Maður vann mál gegn útgerðarfyrirtæki á Hornafirði vegna ólögmætrar uppsagnar að mér skilst. Hann er haldinn þunglyndi og kvíða, sem eru andlegir sjúkdómar, sem eru erfiðir, og og há fólki sem þeim eru haldnir oft mjög mikið í mannlegum samskiptum. Fyrirtækið austfirska vildi meina að að maðurinn væri fíkill og þessvegna hefði hann engan rétt, hafi s.s. skapað sér sjálfur þau vandræði sem leiddu til uppsagnar hans. Það er ekki nóg með að þunglyndi og kvíði eru alvarlegir sjúkdómar, heldur er fíknisjúkdómurinn háalvarlegur og leggur líf fólk í rúst og er bráðdrepandi. Þetta er viðurkenndur sjúkdómur, fræðilega, en í samfélaginu er það ekki þegar grannt er skoðað. Það ríkja miklir fordómar og feluleikir gagnvart fíknsjúkdómnum, og líka andlegum sjúkdómum, eins og þunglyndi og kvíða.
Ég fagna niðurstöðu þessa dóms, sem gefur til kynna meiri skilning á andlegum veikindum.

Kraftur í snjómokstri

Jón Halldór Jónasson upplýsingafulltrúi hjá framkvæmda og eignasviði Rv.b. segir mikinn kraft vera í snjóruðningi og má það rétt vera, að minnsta kosti gengur vel að ryðja göturnar, sem er auðvitað gott fyrir þá sem eru akandi. Hitt er annað mál, að að það er lítið minnst á ruðnig gangstétta. Það er nefnilega smá vandamál, því snjóruðningstækin ryðja snjónum beint uppá á gangstéttarnar, og það er hending að maður rambi á rudda gangstétt, þannig að það er nokkuð erfitt að komast leiðar sinnar á fjölförnustu leiðum, skaflar gangstéttanna hækka um leið og götur eru ruddar. Ég skora á snjóruðningsmenn að geiða gangandi fólki leið, það getur verið hættuspil að fara fótgangandi, því maður freystast til að ganga eftir götununum þar sem manni er ekki ætlað að vera venjulega, vegna þess að það er veruleg hætta á að verða fyrir bíl og slasast.

Vísa:

Trukkurinn ryður snjó af götunni uppá gangstéttar,

greiðir leið og heftir för

rennifæri og ógöngur verða til samtímis

vélin spúir risastórum hvítflybbum misskiptingarinnar.


Glitnir

Það er óhugnarlegt, ógnvekjandi, en um leið vorkunnsemi og undur á mannlegu eðli,sem koma uppí hugann þegar maður les um hvað var að gerast í Glitni. Jón Kalman Stefánsson segir í bók sinni "Harmur Englanna", að það er tvennt sem frá djöflinum er komið; skafrenningur á fjöllum og peningar. Ég er sammála, peningar geta gert ágætustu menn og konur að samviskulausum og siðlausum fíklum, sem algerlega missa sýn á réttu og röngu. Fíklar svífast einskis, ef þeir hafa þróað fíknina mikið og hratt, og öll hugsun um samkennd, samvinnu og heiðarleika, víkur fyrir eigingirni, grimmd og svindli.
Það er mjög gott fyrir okkur að hér eru menn teknir í yfirheyrslur, á að mér sýnist mög fagmannlegan hátt og þeim er beinlýnis sýnt hvað þeir hafa gert, og þjóðinni er sýnt hvað manneskjur geta gert, í fíkn og afneitun.
Peningar eru ávísun á verðmæti, veraldleg og við þurfum á þeim að halda til að lifa af, en mestu verðmætin eru í okkur sjálfum og þar eru peningar engin ávísun, heldur gjörðir okkar, kærleikur og samkennd. Mér finnst Ísland mjög sérstakt, yfir því hvílir vá,en það er eins og að lifa við hætturnar geri okkur mjög sérstök, auðmjúk og hlý, hörð og dugleg og áberandi á óáberandi hátt. við greiðum skuldir okkar núna og okkur líður betur á eftir og við föttum lífið, og hinn Íslenski húmor er engum líkur, hlaðinn virðingu fyrir hættunum í náttúrunni og í okkur sjálfum.

Hvíum hvíum hvað er að,
hvenær kemur Pétur að,
er hann með eða ekki með,
annað eða bæði skrúfublöðin á eða ekki á.
(höf.ók.)


Framherji

Wenger vantar ekki miðjumann svo er víst, en það vantar öflugan striker chamack er ekki nógu góður. Ég vildi á sínum tíma fá Andy Carrol, ekta enskan striker sterkur ógnandi og hörku skallamaður myndi smellpassa með Persie. En hverjir eru á lausu og hvað má eyða miklu, nú mætti koma að stórkaupum hjá Arsenal, vel rekið félag og ætti að eiga aura og sálfræðilega klókt fyir komandi átök um efstu sætin sem virðast ætla að verða spennandi. Zlatan Ibrahimovich kemur upp í hugann því ekki, eða David Villa, hann væri alveg kjörinn, virðist ekki eiga fast sæti í byrjunarliði Barca, þeir soguðu til sín Fabrecaz, gott og vel og til að "sættast" færið okkur David Villa, frábær framherji sem myndi gera framlínu Arsenal ógnvekjandi ásamt Persie.

Erfitt val

Sem Arsenalmaður frá blautu barnsbeini þá er Liam Brady uppáhaldsleikmaður minn, sem spilað hefur með Arsenl. Örfættur Íri, en á þeim tíma sem hann lék spiluðu margir Írar með Arsenal, má ar nefna Frank Stapleton, Sammy Nelson, Peter Storey o.fl. Brady var einstaklega hæfileikaríkur miðjumaður, útsjónarsamur og með frábærar sendingar, átti t.d. sendinguna á Alan Sunderland sem skoraði sigurmarkið í mögnuðum úrslitaleik F.A. cup 1979 gegn Man. U. Brady var meðal þeirra fystu Breta sem spiluðu erlendis og þar sannaði hann hæfni sína með Juventus og Sampdoria á Ítalíu, en margir Breskir leikmenn hafa átt erfitt uppdráttar með erlendum liðum, eins og t.d. Luther Blisset og Ian Rush. Ég hefði viljað að reist yrði Stytta af Brady, einn sá allra besti sem spilað hefur með Arsenal; ógleymanlegur leikmaður.

Velferð

IMG_0295Ríkisstjórnin ætlar að að borga atvinnulausum og lífeyrisþegum rausnarlega desemberuppbót. Það var skrifað um bótasvik hér í gær og þetta er einmitt ein leið til að draga úr þeim. Þrátt fyrir niðurskurð og erfiðan ríkisrekstur gleymir þessi stjórn ekki atvinnulausum og lífeyrisþegum og gefur þeim færi á að hafa minni áhyggjur fyrir jólin. Þetta er í anda stjórnarinnar sem hefur staðið sig vel að borga skuldir eftir hrunið en samt ekki látið bitna á þeim sem síst skyldi. Hún hefur staðið sig vel í að breyta viðhorfum fólks um mikilvæg gildi samfélagsins til batnaðar, frá gróðahyggju til jöfnuðar og að hagur almennings er það sem öllu máli skiptir; og hann mun batna ennfrekar þegar við göngum í E.S.B.

Svört vinna

IMG_0295Það veldur mér gremju þegar fólk þyggur bætur og stundar samhliða svarta vinnu. Þetta virðist þykja sjálfsagt mál og eina leiðin til að hafa það sæmilegt á atvinuleysisbótum eða endur og/eða örorkulífeyri. Þeir sem eru heiðarelgir og gefa upp auka tekjur fá það harkalega í hausinn, því bæturnar skerðast umtalsvert ef þú færð borgað úr lífeyrissjóði, þá er ég að tala um endurhæfingarlífeyri frá tryggingarstofnun. Lífeyrissjóðurin er þínir eigin peningar sem einmitt eiga að koma að gagni ef heilsan bregst og þú verður óvinnufær. Af þessum greiðslum er dreginn fullur skattur raunar tvisvar, þegar er dregið af launum og þegar er borgað út. Þetta þarft þú að gefa upp þegur þú færð einnig greiðslur frá T.R., og í mörgumm tlfellum borgar sig varla að nýta sér sína eigin peninga úr lífeyrisjóði vegna sköttunar og skerðnga hjá T.R. Ríkir hirðir allt til baka; er nema von að fólk freistist til að svindla, stunda svarta vinnu? Ríkið á breyta þessu, leyfa fólki að njóta þess sparnaðar sem það hefur unnið fyrir og um leið stórherða efirlit með svartri vinnu þar sem miklir skattpeningar tapast, miklu meiri en skattheimtan af heiðvirðu fólki. Besta byrjunin væri að afnema skerðingar, vegna lífeyrissjóðsgreiðslna, þar er harkalega brotð á rétti fólks, á meðan svört vinna er látin viðgangast og svo virðist sem eftirlitskerfið sé afskaplega máttlaust og refsingar allt of linar.
mbl.is Bótasvikin milljarður á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband