Góð frétt fyrir andlega veikt fólk
9.1.2012 | 18:01
Ég fagna niðurstöðu þessa dóms, sem gefur til kynna meiri skilning á andlegum veikindum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kraftur í snjómokstri
28.12.2011 | 10:23
Jón Halldór Jónasson upplýsingafulltrúi hjá framkvæmda og eignasviði Rv.b. segir mikinn kraft vera í snjóruðningi og má það rétt vera, að minnsta kosti gengur vel að ryðja göturnar, sem er auðvitað gott fyrir þá sem eru akandi. Hitt er annað mál, að að það er lítið minnst á ruðnig gangstétta. Það er nefnilega smá vandamál, því snjóruðningstækin ryðja snjónum beint uppá á gangstéttarnar, og það er hending að maður rambi á rudda gangstétt, þannig að það er nokkuð erfitt að komast leiðar sinnar á fjölförnustu leiðum, skaflar gangstéttanna hækka um leið og götur eru ruddar. Ég skora á snjóruðningsmenn að geiða gangandi fólki leið, það getur verið hættuspil að fara fótgangandi, því maður freystast til að ganga eftir götununum þar sem manni er ekki ætlað að vera venjulega, vegna þess að það er veruleg hætta á að verða fyrir bíl og slasast.
Vísa:
Trukkurinn ryður snjó af götunni uppá gangstéttar,
greiðir leið og heftir för
rennifæri og ógöngur verða til samtímis
vélin spúir risastórum hvítflybbum misskiptingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glitnir
21.12.2011 | 09:12
Það er óhugnarlegt, ógnvekjandi, en um leið vorkunnsemi og undur á mannlegu eðli,sem koma uppí hugann þegar maður les um hvað var að gerast í Glitni. Jón Kalman Stefánsson segir í bók sinni "Harmur Englanna", að það er tvennt sem frá djöflinum er komið; skafrenningur á fjöllum og peningar. Ég er sammála, peningar geta gert ágætustu menn og konur að samviskulausum og siðlausum fíklum, sem algerlega missa sýn á réttu og röngu. Fíklar svífast einskis, ef þeir hafa þróað fíknina mikið og hratt, og öll hugsun um samkennd, samvinnu og heiðarleika, víkur fyrir eigingirni, grimmd og svindli.
Það er mjög gott fyrir okkur að hér eru menn teknir í yfirheyrslur, á að mér sýnist mög fagmannlegan hátt og þeim er beinlýnis sýnt hvað þeir hafa gert, og þjóðinni er sýnt hvað manneskjur geta gert, í fíkn og afneitun.
Peningar eru ávísun á verðmæti, veraldleg og við þurfum á þeim að halda til að lifa af, en mestu verðmætin eru í okkur sjálfum og þar eru peningar engin ávísun, heldur gjörðir okkar, kærleikur og samkennd. Mér finnst Ísland mjög sérstakt, yfir því hvílir vá,en það er eins og að lifa við hætturnar geri okkur mjög sérstök, auðmjúk og hlý, hörð og dugleg og áberandi á óáberandi hátt. við greiðum skuldir okkar núna og okkur líður betur á eftir og við föttum lífið, og hinn Íslenski húmor er engum líkur, hlaðinn virðingu fyrir hættunum í náttúrunni og í okkur sjálfum.
Hvíum hvíum hvað er að,
hvenær kemur Pétur að,
er hann með eða ekki með,
annað eða bæði skrúfublöðin á eða ekki á.
(höf.ók.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framherji
13.12.2011 | 08:19
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erfitt val
8.12.2011 | 09:09
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Velferð
22.11.2011 | 08:52
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svört vinna
21.11.2011 | 07:29
Bótasvikin milljarður á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)