Góð frétt fyrir andlega veikt fólk

Maður vann mál gegn útgerðarfyrirtæki á Hornafirði vegna ólögmætrar uppsagnar að mér skilst. Hann er haldinn þunglyndi og kvíða, sem eru andlegir sjúkdómar, sem eru erfiðir, og og há fólki sem þeim eru haldnir oft mjög mikið í mannlegum samskiptum. Fyrirtækið austfirska vildi meina að að maðurinn væri fíkill og þessvegna hefði hann engan rétt, hafi s.s. skapað sér sjálfur þau vandræði sem leiddu til uppsagnar hans. Það er ekki nóg með að þunglyndi og kvíði eru alvarlegir sjúkdómar, heldur er fíknisjúkdómurinn háalvarlegur og leggur líf fólk í rúst og er bráðdrepandi. Þetta er viðurkenndur sjúkdómur, fræðilega, en í samfélaginu er það ekki þegar grannt er skoðað. Það ríkja miklir fordómar og feluleikir gagnvart fíknsjúkdómnum, og líka andlegum sjúkdómum, eins og þunglyndi og kvíða.
Ég fagna niðurstöðu þessa dóms, sem gefur til kynna meiri skilning á andlegum veikindum.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband